Umferðin gekk greiðlega

Ég var einn af þeim sem kom til Dalvíkur rétt fyrir tónleikana og lenti því í þessari meintu umferðarteppu. En það var varla hægt að kalla þetta umferðarteppu því þrátt fyrir langa röð gekk umferðin ótrúlega greiðlega.Frábært skipulag, flottir, glæsilegir og vandaðir tónleikar og flugeldasýningin með því stórkostlegasta sem sést hefur. Ekkert nema gleði og ást meðal mannfjöldans og ekki spilti veðrið. Dalvíkingar eiga heiður skilið fyrir frábæra gestrisni og metnaðarfulla fjölskylduhátíð.

Eftir að dagskrá á stórasviðinu lauk hélt ég að það tæki óratíma að komast til baka en það var öðru nær. Þrátt fyrir bílaröð svo langt sem auga eygði nánast alla leið til Akureyrar gekk umferðin ótrúlega vel fyrir sig enda allir greinilega "sultuslakir" og glaðir eftir góða skemmtun.

Takk fyrir mig kæru Dalvíkingar.


mbl.is Mikil umferðarteppa vegna Fiskidagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband